Guðrún steingrímsdóttir

Introducing:

Guðrún Steingrímsdóttir lauk stúdentsprófi af Listnámsbraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti árið 2009. Vorið 2022 lauk hún diplóma úr Listmálaradeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Í kjölfarið fór hún til Ítalíu á Erasmus-styrk og lauk haustið 2022 þriggja mánaða vinnustofu, Intensive course in drawing, painting and art history við The Florence Academy of Art. Hún tók að auki tvö námskeið í Academia del Giglio í Flórens sama vetur.

Guðrún hélt samsýningu í Gallerí Vest 2015, útskriftarsýningu í Myndlistaskólanum í Reykjavík 2022 og einkasýningu haustið 2022 í Gallerí göng. Í mars 2024 hélt hún einkasýningu í Gallerí grásteini.

Mannslíkaminn er algengasta umfjöllunarefnið í málverkum mínum en dýr spila þar líka hlutverk. Ég nálgast dýrin þá oft út frá mannlegum forsendum. Þau eru í einhvers konar manngerðu formi. Tjáning manneskjunnar í gegnum mannslíkaman, holdið og svipbrigði hafa alltaf vakið áhuga minn. Viðfangið, sem er yfirleitt manneskja eins og áður segir, kemur fyrir eins og það er í kjarnanum, án dulbúnings eða nokkurra tilrauna til að fela kvikuna. Ég hef prófað mig áfram með ýmis efni til að ná fram réttri áferð og í ferlinu við að skapa málverk ræður myndefnið ferðinni og niðurstöðunni, ef vel tekst til. Ég hef leitast við að kanna andstæður í pensilskrift, litum og eins í myndefninu sjálfu. Hvatinn til að mála er tilfinningatjáning sem ég get ekki fært í orð, túlkun á tilvist og reynslu, efnislegri og huglægri. Myndirnar mínar sýna hvernig ég hef prófað mig áfram með mismunandi nálgun við að túlka viðfangsefnið. Hvernig ég beiti mismunandi pensilskrift, grófri eða fínni, birtu og skugga til að ná fram því andrúmslofti sem myndefnið kallar á.

Previous
Previous

Ágústa Björnsdóttir

Next
Next

Hjálmar Vestegaard